17. júní hátíðarhöld 2019

Málsnúmer 201904055

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 22. fundur - 09.04.2019

Farið var yfir dagskrá 17. júní síðustu ára.
Ungmennaráð telur dagskrána vera góða eins og hún hefur verið uppsett undanfarin ár. Ráðið leggur til að meira verði gert úr sundlaugarskemmtun seinni partinn, t.d. að keppt verði í koddaslag á slá yfir sundlauginni. Einnig leggur ráðið til að skipt verði eftir aldri í sundskemmtunina. Fyrst verði allir velkomnir í sund og um kvöldið verði eingöngu fyrir 13-18 ára.