Sumarstörf fatlaðra ungmenna

Málsnúmer 201904047

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 228. fundur - 09.04.2019

Þroskaþjálfi félagsþjónustusviðs fór yfir stöðu mála hvað varðar sumarvinnu fyrir fötluð ungmenni í Dalvíkurbyggð. Undanfarin ár hafa fyrirtæki í sveitarfélaginu verið tilbúin að bjóða fötluðum ungmennum á aldrinum 16-18 ára vinnu en hafa ekki getað greitt þeim laun fyrir vinnu sína. Félagsmálasvið hefur greitt þann launakostnað. Í sumar munu 3 einstaklingar vera í þessum sporum. Ekki er gert ráð fyrir slíkum kostanði í fjárhagsáætlun sviðsins.
Félagsmálaráð samþykkir að sótt verði um viðauka við fjárhagsáætlun vegna sumarvinnu fatlaðra ungmenna.