Bréf NPA miðstöðvarinnar til sveitarfélaga vegna framkvæmdar á NPA

Málsnúmer 201904043

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 228. fundur - 09.04.2019

Tekið var fyrir erindi dags. 03.04.2019 frá NPA miðstöðinni en sent hefur verið bréf til tengiliða í félagsþjónustu helstu sveitarfélaga á Íslandi auk Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytis. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög aðlagi framkvæmd sína á NPA að ákvæðum laga nr. 38/2018 og reglugerð nr. 1250/2018. Telji sveitarfélög sig af einhverjum ástæðum ekki þurfa að aðlaga framkvæmd sína að þeim kröfuliðum sem fram koma í bréfinu er óskað staðfestingar á því með rökstuðningi. NPA miðstöðin leggur áherslu á góða samvinnu við sveitarfélög að taka upp það verklag og þá framkvæmd sem lögin og reglulgerðin kveða á um.
Lagt fram til kynningar.