Frá Forsætisráðuneytinu; Fundur um málefni þjóðlenda, haldinn á Akureyri

Málsnúmer 201904028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 903. fundur - 11.04.2019

Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. apríl 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 6. júní n.k. kl. 13:00 í á Akureyri um málefni þjóðlendna. Fundurinn er nú haldinn í sjötta sinn. Rétt eins og í fyrra er ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda með á fundinn.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og skoðunar í landbúnaðarráði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Landbúnaðarráð - 127. fundur - 02.05.2019

Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. apríl 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 6. júní n.k. kl. 13:00 á Akureyri um málefni þjóðlendna. Fundurinn er nú haldinn í sjötta sinn. Rétt eins og í fyrra er ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda með á fundinn. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.