Styrktarsjóður EBÍ 2019

Málsnúmer 201903121

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 318. fundur - 05.04.2019

Til umræðu erindi frá styrktarsjóði EBÍ fyrir 2019
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 903. fundur - 11.04.2019

Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 25. mars 2019, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2018 og í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn.

Byggðaráð - 904. fundur - 23.04.2019

Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 25. mars 2019, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2018 og í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn."

Ofangreint var rætt á fundi framkvæmdastjórnar mánudaginn 15. apríl s.l. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggur til að sótt verði um styrk vegna skiltis við Tungurétt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda inn umsókn um styrk vegna skiltis við Tungurétt.