Átak háskólamenntaðra

Málsnúmer 201903087

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 228. fundur - 09.04.2019

Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Vinnumálastofnun. Athygli er vakin á að um þessar mundir er að finna fjölda einstaklinga sem búa að viðamikilli og fjölbreyttri háskólamenntun á skrá hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin vill því vekja athygli á þeim möguleika að ráða gott starfsfólk og fá til þess þjálfunarstyrk. Þeirri spurningu er beint til sveitarfélagsins hvort þau sumarstörf sem falli til gætu staðið þessum atvinnuleitendum til boða. Vinnumálastofnun efndi til svipaðs átaks í fyrrasumar og niðurstaða var sú að tugir atvinnuleitenda fengu annaðhvort tímabundið eða framtíðarstarf í kjölfarið.
Félagsmálaráð hvetur starfsmenn sviðsins til að taka þátt í þessu átaki og bjóða háskólamenntuðum einstaklingum sumarvinnu hjá sveitarfélaginu.