Frá Dalvíkurskóla; úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2019

Málsnúmer 201903032

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 239. fundur - 12.06.2019

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla.
Annars vegar eru það 300.000 kr. í verkefnið eflum Byrjendalæsið framhald og hinsvegar 320.000 kr. í verkefnið Sjálfstraust og sjálfsmynd.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fræðsluráð - 248. fundur - 08.04.2020

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs og Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla kynntu umsókn í Endurmenntunarsjóð grunnskóla
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 249. fundur - 13.05.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um 500.000 kr. styrk, sem kom frá Endurmenntunarsjóði Grunnskóla, til að efla teymiskennslu og breytta kennsluhætti í anda Menntunar til framtíðar.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð lýsir ánægju með styrkveitinguna og hlakkar til að fylgjast með þróun teymiskennslu í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð - 261. fundur - 09.06.2021

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs kynnti niðurstöðu umsóknar úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2021 - 2022.
Lagt fram til kynningar