Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 201902077

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 20. fundur - 19.02.2019

Ráðstefnan "Ungt fólk og lýðræði" fer fram 10.-12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 manns á ráðstefnuna. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir ferðakostnað.
Ráðið samþykkir að senda Magnús og Daníel á ráðastefnuna svo framarlega sem starfsmaður fæst með í ferðina. Kostnaður bókast á lið 06040.-