Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Erindi vegna kaupa á dráttarvél

Málsnúmer 201902043

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 900. fundur - 14.03.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kominn á fundinn að nýju kl. 13:30.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. mars 2019, þar sem fram kemur að við kaup á nýrri dráttarvél fyrir umhverfissvið er ekki þörf á eldri vél Ford 7840 SLE er óskað eftir leyfi stjórnar Eignasjóðs á sölu hennar. Jafnframt er óskað eftir að söluandvirði verði nýtt til lagfæringa á nýju vélinni.
Með nýju vélinni fylgdi ástandsskoðun en þar kemur fram að ástand framdrifsskafts sé ásættanlegt.
Við nánari skoðun á vélinni kom í ljós að til að fyrirbyggja kostnaðarsamara viðhald borgar sig að fara í ákveðið viðhald og áætlaður kostnaður við þessa viðgerð ætti að falla innan þess fjármagns sem áætlað er að fáist fyrir gömlu vélina.

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór vék af fundi kl. 13:53.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita umhverfis- og tæknisviði heimild til að selja eldri dráttarvél Ford 7840 SLE.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila umhverfis- og tæknisviði að nýta söluandvirði eldri vélar til fyrirbyggjandi viðhalds á nýju vélinni.