Umsókn um launalaust leyfi vegna afleysingar

Málsnúmer 201902013

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 72. fundur - 07.02.2019

Erindi frá Björk Eldjárn Kristjánsdóttur þar sem hún óskar eftir tímabundnu launalausu leyfi frá starfi sínu sem bókavörður II á Bóka- og héraðsskjalasafni Dalvíkurbyggðar vegna afleysingar á starfi forstöðumanns safna. Afleysingin er tímabundin og varir á meðan á fæðingarorlofi forstöðumanns safna stendur sem áætlað er frá um miðjum janúar og fram í miðjan desember 2019, eða í allt að 11 mánuði.
Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Björk umbeðið launalaust leyfi til allt að 11 mánaða vegna þessara sérstöku aðstæðna.