Álagning fasteignagjalda 2019 - vatnsveita og rotþróargj.

Málsnúmer 201901072

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 82. fundur - 06.02.2019

Með bréfi sem dagsett er 28.01.2019 og undirritað af Lilju Björk Reynisdóttur og Sveinbirni Hjörleifssyni, kemur fram að þau telja að vatnslögnin sé í einkaeigu og rotþróin hafi verið sett niður af þeim.

Í kaupsamningi að Refaskála í landi Ytra-Holts frá 22.08.1990 er ekki tekið fram að vatnslögn sé með í kaupunum. Það er tekið fram að semja verður við jarðareiganda um lóðarleigusamning undir fasteignina sem er Bæjarsjóður Dalvíkur.
Veitu- og hafnaráð staðfestir samhljóða með fimm atkvæðum þá afgreiðslu sem hefur verið gerð við álagningu vatnsgjalds og fráveitugjalds vegna álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019 hesthúsin að Hringsholti í landi Ytra-Holts. Verði frekari gögn lögð fram um eignarhald verður þessi ákvörðun endurskoðuð. Einnig er fulltrúm bréfritara boðið til samtals ef vilji er fyrir því.