Frá Ittoqqortoomiit; Homstay for students

Málsnúmer 201901059

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 894. fundur - 24.01.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Torbjörn Ydegaard, skólastjóra í Ittoqqortoomiit, vinabæ Dalvíkurbyggðar á Grænlandi, dagsettur þann 17. janúar 2019 þar sem því er velt upp hvort möguleiki sé á að skipuleggja heimadvöl fyrir 7 nemendur úr 8. - 10. bekk í 9 daga. Um er að ræða kynnisferð nemenda í vor og verða fyrirtæki og stofnanir á Akureyri aðallega heimsóttar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Dalvíkurskóla.