Reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2019 - tillaga

Málsnúmer 201901050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 893. fundur - 17.01.2019

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2019 en ákvarðanir um fjárhæð afsláttar og tekjutengingar liggja fyrir.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.