Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 201901041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 893. fundur - 17.01.2019

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 13:36.

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, bréf dagsett þann 7. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur undirritað nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tók gildi 1. janúar 2019. Gerðar eru breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga ásamt uppfærslu á efni hennar til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verið á ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samanburð á áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2019 samkvæmt nýjustu upplýsingum af vef Jöfnunarsjóðs vs. áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun 2019, deild 00100.
Lagt fram til kynningar.