Ósk um skýringu á mismun á gjöldum

Málsnúmer 201901005

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 82. fundur - 06.02.2019

Með bréfi frá Ottó B. Jakobssyni, sem dagsett er 27. desember 2018 óskar hann eftir skýringum á álagningu vatnsgjalds, íbúðarhús, fráveitugjalds rotþró og fráveitugjalds rotþró fast gjald. Hann vekur athygli á því að um frístundabúskap er að ræða hjá honum.
Umrædd álagning er gerð samkvæmt gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar annars vegar og hins vegar samkvæmt gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að álagning vatnsgjalds skuli taka mið af vatnsgjaldi vegna útihúsa og einnig að endurgreiða Ottó oftekið vatnsgjald en rotþróargjaldið standi óbreytt enda greiddi Fráveita Dalvíkurbyggðar niðursetningu hennar.