Fyrstu skrefin

Málsnúmer 201812031

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 224. fundur - 11.12.2018

Tekið var fyrir rafbréf frá Fjölmenningarsetrinu og Velferðaráðuneytinu í umboði innflytjendaráðs dags. 6.desember sl. varðandi útgáfu bæklingsins "Fyrstu skrefin" sem fjallar um helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga þegar sest er að á Íslandi, eins og heilsugæslu, hátíðar- og frídaga, akstur, lögheimilisskráningu og kennitölur, dvalar- og atvinnuleyfi utan EES auk réttinda á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn er komin út og er á 9 tungumálum. Hægt er að fá prentuð eintök sem og rafræn á vefsíðu Fjölmenningarseturs. Bæklingurinn er gjaldfrjáls.
Lagt fram til kynningar.