Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Málsnúmer 201810025

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 230. fundur - 10.10.2018

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti gögn sem hægt er að nýta sem viðmið í vinnu við samræmd viðbrögð grunnskóla við ófullnægjandi skólasókn.
Fræðsluráð leggur til að mótaðar verði sameiginlegar reglur í báðum grunnskólunum og óskar eftir því að sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs leggi drög að þeim fyrir næsta fund ráðsins.

Fræðsluráð - 232. fundur - 12.12.2018

Farið yfir drög að viðbrögðum við ófullnægjandi skólasókn sem fylgdu fundarboði ásamt samantekt frá kennurum varðandi ábendingar og athugasemdir.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir fóru af fundi kl. 9:20

Fræðsluráð - 237. fundur - 10.04.2019

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti viðmiðunarreglur skólans varðandi skólasókn og viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn sem taka munu gildi næsta haust.
Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar því að viðmið vegna fjarvista, veikinda og leyfa séu tilbúin.
Lagt fram til kynningar og umræðu.