Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlit.

Málsnúmer 201809056

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Með rafpósti, sem dagsettur er 11.9.2018, barst eftirfarandi erindi til allra aðildarhafna Hafnasambandi Íslands:

"Hafnasamband Íslands og Fiskistofa hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um framkvæmd og eftirlit með vigtun sjávarafla. Á meðal þess sem samkomulag hefur tekist um er rafræn forskráning á afla.

Samstarfsyfirlýsingin vísar til laga um umgengni um nytjastofna sjávar, sem skylda vigtun alls afla sem veiddur er úr fiskistofnum í íslenskri efnahagslögsögu.

Unnið verður að því, að bátum og skipum verði gert skylt að senda frá sér upplýsingar úr afladagbók um afla og aflategundir áður en komið er til hafnar. Slíkri gagnamiðlun verður komið til leiðar með aðlögun rafrænnar afladagbókar og smáforriti sem nýtist smærri aðilum og verða upplýsingarnar forskráðar rafrænt á vigtarnótur í aflaskráningarkerfinu Gafli.

Af öðrum atriðum, sem samkomulag tókst um má nefna verkferla sem samstarfsaðilar munu vinna að fyrir vigtun og eftirlit með aflaskráningu á hafnarvog. Þá verður úrvinnsla og eftirlit með endurvigtun færð til Fiskistofu, aðallega til að styrkja frumeftirlit hafnarstarfsmanna. Samstarfsaðilar munu jafnframt hvetja til þess að reglum verði breytt í þá veru að heimavigtunarleyfi verði eingöngu gefin út vegna löndunar á uppsjávarafla og þangi og þara.

Fiskistofa er síðan reiðubúin að gera samkomulag við einstakar hafnir um stuðning við eftirlitshlutverk löggiltra vigtarmanna, s.s. vegna aflavigtunar, aflasamsetningar og gæði vigtunar. Samstarfsaðilar leggja enn fremur áherslu á mikilvægi þess að löggiltir vigtarmenn hafi aðgang að fræðslu og endurmenntun sem nýtist þeim í starfi og verður fræðslusamstarf hafnasambandsins og Fiskistofu í því skyni eflt.

Einnig mun Fiskistofa og hafnasambandið skipa tvo fultrúa hvor í samstarfsnefnd, sem hittist reglulega til þess að fara yfir mál sem varða yfirlýsinguna.

Samstarfyfirlýsingin var send á allar aðildarhafnir í byrjun maí og kom ein athugasemd, sem brugðist var við. Yfirlýsingin var síðar samþykkt af stjórn áður en formaður skrifaði undir fyrir hönd Hafnasamband Íslands."

Með rafpóstinum barst einnig afrit af undirritaðri ofangreindri samstarfsyfirlýsingu.
Lagt fram til kynningar.