Skólaakstur úr dreifbýli 2018/2019

Málsnúmer 201809035

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 229. fundur - 12.09.2018

Samkvæmt fyrirliggjandi samningi um skólaakstur úr dreifbýli 2017 - 2020 skal einingarverð á hvern ekinn kílómetra endurskoðað í upphafi skólaárs m.t.t. hækkunar á vísitölu neysluverðs. Fyrir liggur að einingarverð hækkar nú um 2,62% og að vegalengdir lengjast samtals um 7 kílómetra í Svarfaðardal og Skíðadal. Þetta leiðir af sér aukin kostnað við skólaakstur sem nemur 700 þúsundum á þessu fjárhagsári sem reynt verður að mæta innan ramma núgildandi fjárhagsáætlunar.

Lagt fram til kynningar.

Þórhalla Karlsdóttir fór af fundi kl. 10:00