Virkjun vegna seiðaeldis á Árskógssandi

Málsnúmer 201809022

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 77. fundur - 05.09.2018

Vatnsveita Dalvíkurbyggðar starfrækir vatnsveitu á Árskógsströnd og því rökrétt að umræða fari fram um aðkomu hennar að vatnssölu til væntanlegs fyrirtækis ,sem hefur hug á að hefja seiðaeldi á Árskógsströnd. Kynning á verkefninu fór fram á íbúafundi sem haldinn var í Árskógi 11. júlí sl. eftirfarandi kemur fram í fundargerð fundarins svo vitnað beint í fundargerð:
„spurning um votlendið, sem var meira beint til sveitarstjórnar, með borholurnar og allt þetta umstang, verður votlendið ennþá fyrir neðan bakkann? Það skipir máli, nú er verið að endurheimta votlendi um allt land, skipir miklu máli hvernig það verður.“
Og svarað var: "Það er bara spurning um útfærslu, ef menn vilja halda votlendinum setjum við það sem forsendur, tilraunaholan gæti verið dýpri og þannig tryggt það."

Umræður urðu töluverðar; í þeim komu fram áhyggjur íbúa um hvernig vatnsöflunin yrði og það rask sem hún myndi valda á því svæði sem hún yrði framkvæmd.

Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi.


Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.