Áætlun um úrbætur í fráveitumálum

Málsnúmer 201808097

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 77. fundur - 05.09.2018

Með tölvupósti, sem dagsettur er 30.08.2018, sendir Umhverfisstofnun út meðfylgjandi bréf, dags. 30. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum um áætlanir um úrbætur í frárennslismálum stærri þéttbýla (2.000 pe. og meira) í þeim tilvikum sem stofnunin telur að úrbóta kunni að vera þörf.

Fram kemur að meðfylgjandi er einnig Excel-tafla þar sem fram kemur hvaða þéttbýli um er að ræða hjá sveitarfélaginu. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar verði færðar inn í töfluna.

Að öðru leyti er vísað í bréfið og Excel-skjalið.

Veitu- og hafnaráð felur svisstjóra að svara erindinu.