Suðurgarður, óhapp vegna flugeldasýningar.

Málsnúmer 201808033

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 76. fundur - 15.08.2018

Við flugeldasýningu, sem haldin var við lok Fiskidagsins mikla, varð það óhapp að eldur komst í dekkjaþybbur á Suðurgarði. Talið er að um 55 dekk séu ónýt og er nauðsynlegt að skipta um dekkjastæður á um 60 m kafla.
Borist hefur rafpóstur, dagsettur 14. ágúst 2018, frá formanni Björgunarveitar Dalvíkur þar sem fram kemur að þeim þyki leitt að svona hafi farið og bjóðast til að greiða kostnaðinn af viðgerðum vegna óhappsins.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að ræða við formann björgunarsveitarinnar um hver aðkoma hennar gæti orðið til lagfæringar á þybbunum.