Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808026

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 76. fundur - 15.08.2018

Breyting var gerð á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:

"Gjaldskrá fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Fráveitugjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Rotþróargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Hér var miðað við vísitölu byggingakostnaða í desember 2017 sem var 136,1 stig.

Vísitala ágústmánaðar er 139,9 verður breytingin á gjaldskránni 2,79%. Á fylgiskjali má sjá breytingu á tekjum veitunnar miðað við þessar forsendur.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018, í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.