Frá KPMG; Varðar afskráningu á Rætur bs.

Málsnúmer 201806058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Tekið fyrir erindi frá KPMG, dagsett þann 13. júní 2018, til eignaraðila Róta bs. og varðar skiptalok félagsins og afskráningu þess. Skiptastjórn hefur lokið störfum og hafa allar eignir byggðasamlagsins verið innheimtar og allar skuldir greiddar. Í lok maí s.l. fór fram uppgjör við eignaraðila og félagsþjónustusvæðið. Til að leggja Rætur bs. formlega niður þurfa allar sveitarstjórnir á svæðinu að undirrita og samþykkja að félagið verði lagt niður.

Til umræðu ofangreint.
Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð samþykkti á fundi með öðrum eignaraðilum í Rótum bs. þann 27. janúar 2017 að slíta félaginu. Sama dag var skipuð skiptastjórn í Rótum bs. Skiptastjórn hefur nú lokið störfum og úthlutun hennar á eignum Róta bs. liggur fyrir.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar, með fullnaðarumboð frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar vegna sumarleyfis, samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum úthlutun skiptastjórnar og samþykkir að starfsemi Róta bs. verði hætt og að félagið verði lagt niður og afmáð úr firmaskrá. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að fela hér með KPMG ehf. að annast samskipti við firmaskrá við afskráningu félagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá undirritun á samþykkt byggðaráðs og senda til KPMG.