Umsókn um byggingarleyfi við Hringtún 32, Dalvík

Málsnúmer 201806032

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 306. fundur - 08.06.2018

Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 09:44
Með innsendur erindi dags. 07. júní 2018 óskar Óskar Þór Óskarsson eftir byggingarleyfi við Hringtún 32 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Í gildandi deiliskipulagi fyrir lóð Hringtúns 32 er hámarksvegghæð húss 6.0 m. Í innsendum aðalteikningum lóðarhafa Hringtúns 32 með umsókn sinni um framkvæmdaleyfi er hæsta vegghæð húss 6.52 m sem er 0.52 m yfir leyfðri hámarksvegghæð.
Almenn viðmið eru að lóðarhafa sé gefið 20 sm svigrúm frá uppgefnum gólfkóta á mæliblaði.
Skipulagsyfirvöld Dalvíkurbyggðar geta fallist á að gólfkóti hússins verði lækkaður um 0.20 m og að hæsta vegghæð verði lækkuð um 0.32 m. Fallist lóðarhafi ekki á það, þarf að grenndarkynna frávikið frá deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar fyrir næstu nágrönnum.
Lækki lóðarhafi Hringtúns 32 vegghæð húss síns um 0.32 m heimilar umhverfisráð sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs að ganga frá framkvæmdaleyfi fyrir byggingu hússins þegar nýjar teikningar liggja fyrir.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.