Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018-2022

Málsnúmer 201806029

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 4. júní 2018, þar sem fram kemur að samkvæmt 5. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga kjósa sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna fulltrúa á landsþing Sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum og gildir sú kosning fyrir kjörtímabil sveitarstjórnar. Dalvíkurbyggð kýs 2 fulltrúa í samræmi við íbúafjölda og jafn marga til vara. Kjörgengir eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórn og varamenn þeirra jafnmargir að tölu. Áríðandi er að kjörbréf með nöfnum aðalfulltrúa og varafulltrúa ásamt upplýsingum um stöðuheiti innan sveitarstjórnar og netföngum verði sent skrifstofu Sambandsins sem fyrst að kosningu lokinni, í síðasta lagi 1. ágúst 2018.

Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. voru aðalmenn og varamenn kosnir á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hér segir:
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt 100956-3309
Varamenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt 050478-3279
Lagt fram til kynningar.