Úrslit sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí 2018

Málsnúmer 201806003

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 304. fundur - 11.06.2018

Guðmundur St. Jónsson gerði grein fyrir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna í Dalvíkurbyggð samkvæmt greinargerð frá kjörstjórn Dalvíkurbyggðar, dagsett 4. júní 2018, um úrslit sveitarstjórnarkosningar í Dalvíkurbyggðar þann 26. maí 2018.

Eftirtaldir þrír listar höfðu borist til kjörstjórnar:
B Listi Framsóknar og félagshyggjufólks
D Framboðslisti Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra
J Listi óháðs framboðs

Kjördeild var ein og var hún í Dalvíkurskóla.
Kjörfundur var settur kl. 8:00 og kjördeild opnuð kl. 10:00.

Kjörfundur fór fram sem hér segir:

Kjörfundi lauk kl. 22:00. Á kjörskrá voru alls 1.362.

Úrslit kosninganna voru sem hér segir:

Á kjörská voru 1.362. Atkvæðu greiddu alls 1.088, 564 karlar og 524 konur, kosningaþátttaka þ.a.l. 79,88%. Auðir seðlar 26. Ógildir seðlar 4.


B Listi Framsóknar og félagshyggjufólks:
B- listi hlaut 454 atkvæði (3 fulltrúar)
D Framboðslisti Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra:
D- listi hlaut 256 atkvæði (2 fulltrúa)
J Listi óháðs framboðs:
J- listi hlaut 348 atkvæði (2 fulltrúa)

Kjörstjórn Dalvíurbyggðar hefur gefið út kjörbréf til bæjarfulltrúa og varamanna þeirra skv. úrskurði kjörnefndar.

Samkvæmt ofangreindu er því skipan sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022 með eftirtöldum hætti:
Aðalmenn:
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Jón Ingi Sveinsson (B)
Þórhalla Karlsdóttir (B)
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)
Þórunn Andrésdóttir (D)
Guðmundur St. Jónsson (J)
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J)

Varamenn:
Felix Rafn Felixson (B)
Jóhannes Tryggvi Jónsson (B)
Lilja Guðnadóttir (B)
Valdemar Þór Viðarsson (D)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J)
Kristján Hjartarson (J)

Lagt fram til kynningar.