Frá Unni E. Hafstað Ármanndsdóttur; Formlegt bréf til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201806001

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 304. fundur - 11.06.2018

Undir þessum lið komu Katrín Sigurjónsdóttir inn á fundinn að nýju kl.10:22.

Tekið fyrir erindi frá Unni E. Hafstað Ármannsdóttur, dagsett þann 1. júní 2018, er varðar greinarskrif fráfarandi sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar, Bjarna Th. Bjarnasonar, í DB blaðið þar sem hann svari ósáttum kjósanda, Hjörleifi Hjartarsyni, á mjög óvæginn og persónulegan hátt, eins og segir í erindinu. Röksemdum sveitarstjóra, og staðreyndum málsins, hefði mátt koma til skila á hnitmiðaðan hátt, faglega og án þess að særa, er mat bréfritara sem telur að sveitarstjóri hafi brotið siðareglur Dalvíkurbyggðar. Þess er óskað við sveitarstjórn að fráfarandi sveitarstjóri verði ávíttur vegna þessa.

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Sveitarstjórn þakkar fyrir bréfið. Forseti sveitarstjórnar hvetur sveitarstjórnarfulltrúa og sveitarstjóra til þess nú sem fyrr að vinna eftir sveitarstjórnarlögum sem og siðareglum kjörinna fulltrúa í vinnu sinni fyrir Dalvíkurbyggð."

Fleiri tóku ekki til máls.




Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs að bókun.