Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201805089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 18. maí 2018, þar sem upplýst er að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um skilyrði þess að veittir séu styrkir til sveitarfélaga úr sjóðnum. Fasteignasjóðurinn hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.