Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2018

Málsnúmer 201804001

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 99. fundur - 03.04.2018

Samþykkt að vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs verði haldinn 15. maí 2018.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 100. fundur - 15.05.2018

Hlynur Sigursveinsson vék af fundi kl. 16:30.
Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð.
Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna.

Kynntar voru breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni ársins og reglum um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskuýðsráðs.

Rætt var um það að félögin myndi setja sér verklagsreglur um einelti og kynferðislega áreitni. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun leiða þá vinnu.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar samstarfið undanfarin ár og þakkar jafnframt fyrir það mikilvæga starf sem sjálfboðaliðar íþróttafélaganna eru að sinna innan sinna félaga.