Frá Markaðsstofu Norðurlands; Ráðstefna um flug 13. apríl

Málsnúmer 201803114

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 862. fundur - 05.04.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 28. mars 2018, þar sem frma kemur að Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn Air 66N munu standa fyrir ráðstefnu um flugmál þann 13. apríl n.k. á Akureyri. Á ráðstefnunni mun fulltrúi Super Break verða með erindi þar sem rakin verður reynsla bresku ferðaskrifstofunnar af því að fljúga fólki til Akureyrar, hvert framhaldið verður hjá þeim og dregið fram hversu mikil áhrif þessar flugferðir hafa fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig verður rætt um Akureyrarflugvöll, hvernig staðan er og hvað þarf til að völlurinn geti sinnt sem best auknu millilandaflugi. Jafnframt verður rætt um tengingu Akureyrar við Keflavíkurflugvöll og stöðu innanlandsflugs á landinu.
Hvatt er til að taka daginn frá en nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar.



Lagt fram til kynningar.