Frá Mannvirkjastofnun; Úttektir slökkviliða 2017, Dalvík

Málsnúmer 201803048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 860. fundur - 15.03.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:47.

Tekið fyrir erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett þann 9. mars 2018, er varðar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem fór fram 27. desember 2017.

Til umræðu ofangreint.

Börkur og Vilhelm Anton véku af fundi kl. 14:11.
Byggaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 304. fundur - 12.04.2018

Undir þessum lið komu á fund umhverfisráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 08:15.

Tekið fyrir erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett þann 9. mars 2018, er varðar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem fór fram 27. desember 2017.

Vilhelm Anton fór yfir úttekt MVS og gerði grein fyrir þeim atriðum sem bent er á.
Umhverfisráð leggur áherslu á að farið verði í þær úrbætur, sem hægt er að fara í, sem fyrst.