Framkvæmdir í fráveitumálum 2018.

Málsnúmer 201802049

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 72. fundur - 14.02.2018

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum tillögur að staðsetningu á hreinsimannvirkjum fráveitu á Hauganesi og á Árskógssandi. Um er að ræða nokkrar staðsetningar sem þarf að taka afstöðu til. Allar gera ráð fyrir að dæla þurfi að mannvirkjunum en að sjálfrennsli sé frá þeim til viðtaka. Einnig þarf að sækja um lóðir til umhverfisráðs á Hauganesi og á Árskógssandi.
Hönnun er ekki að fullu lokið en stefnt er að útboði í lok næsta mánaðar.
Veitu- og hafnaráð er sammála því að áfram verði unnið að hönnun verksins.