Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Þörf fyrir þriggja fasa rafmang - Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli

Málsnúmer 201802036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 856. fundur - 15.02.2018

Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 8. febrúar 2018, þar sem fram kemur að skipaður hefur verið starfshópur til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Leitað er til sveitarstjórna í landinu og þær beðnar um að veita upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi. Óskað er eftir að svar berist eigi síðar en 1. apríl 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs til úrvinnslu.