Skipulagslýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar

Málsnúmer 201801063

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 301. fundur - 02.02.2018

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir lýsinguna og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir lýsinguna og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir skipulagslýsinguna vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fela svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.