Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Tímabundið tækifærisleyfi v/þorrablóts á Rimum

Málsnúmer 201801007

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 851. fundur - 11.01.2018

Heiða Hilmarsdóttir tók ekki í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Sýslumannninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tímabundið tækifærisleyfi frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði, kt. 560694-2969, forsvarsmaður er Jón Haraldur Sölvason, kt. 130388-3109. Staðsetning er Félagsheimilið Rimar og tímasetning er 27. janúar - 28. janúar 2018, frá kl. 19:00 - 04:00. Tilefni skemmtunar er Þorrablót Svarfdælinga 2018.

Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra, Heiða Hilmarsdóttir tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu.