Heimildasafn vegna gerðar myndarinnar Brotið

Málsnúmer 201712043

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 65. fundur - 07.12.2017

Tekið var fyrir erindi frá Hauki Sigvaldasyni þar sem meðal annars kom fram:

"Nú stöndum við frammi fyrir því að gera eitthvað við allt það efni sem við höfum tekið upp og komist yfir eftir öðrum leiðum. Þess má geta að nokkrir viðmælendur eru horfnir á braut en léðu okkur þó sögu sína. Ég hef frá fyrstu stundu hugsað mér að þetta efni ætti heima á Dalvík í aðgengilegu formi fyrir þann eða þá sem hafa gagn og gaman af grúski"
Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs ásamt forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafn að ganga frá kaupum á heimildasafni sem Haukur Sigvaldason aflaði við gerð myndarinnar Brotið og var ekki nýtt við gerð myndarinnar. Ráðið telur að efnið muni nýtast við skráningu sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Tekið út af málflokki 05810.