90 ára afmælissýning á málverkasafni JSBrimars

Málsnúmer 201712012

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 65. fundur - 07.12.2017

Fyrirspurn til Menningarhússins Bergs ses. um uppsetningu á málverkasafni JS Brimars í eigu sveitarfélagsins í tilefni 90 ára afmælis listmálarans þann 13. júní 2018.

Menningarhúsið Berg er fullbókað frá maí til og með september 2018 og því ekki hægt að koma við sýningu á verkum JS Brimars í kringum afmælisdag hans þann 13. júní 2018.
Menningarráð leggur til að skoðað verði með að haldin verði rúllandi sýning í stigahúsi Ráðhússins á verkum JS Brimars í eigu Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið er falið að hafa samband við alla sem málið varðar.