Jólaaðstoð 2017

Málsnúmer 201711065

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 213. fundur - 12.12.2017

Erindi barst dags. 17. nóvember frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð þar sem óskað er eftir styrk til að veita einstaklingum í Eyjafirði jólaaðstoð sem þess þurfa. Ofangreind félög hafa starfað saman undanfarin ár og hafa félögin skrifað undir samstarfssamnig til ársins 2018. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum til einstaklinga fyrir jólin. Samtals fengu 320 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð fyrir jólin í fyrra. Samstarf hefur verið undanfarin ár milli fyrrgreindra félaga og félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar.
Félagsmálaráð samþykkir að styrkja jólaaðstoðina um 100.000,-. Tekið af lið 02-11-9110.