Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 201711051

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði, annars vegar skv. upplýsingum á vef Jöfnunarsjóðs og hins vegar skv. gildandi fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017.

Samkvæmt fyrirliggjandi forsendum má gera ráð fyrir að áætluð framlög 2017 í deild 00100 verði um 26,3 m.kr. hærri en áætlun, nettó.
Einnig liggur fyrir að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna liða 02180-0170 og 04240-0190 eða alls tekjur að upphæð kr. 3.720.000 sem falla ekki til.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 25 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017 samkvæmt ofangreindu, til hækkunar á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 297. fundur - 21.11.2017

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði, annars vegar skv. upplýsingum á vef Jöfnunarsjóðs og hins vegar skv. gildandi fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Samkvæmt fyrirliggjandi forsendum má gera ráð fyrir að áætluð framlög 2017 í deild 00100 verði um 26,3 m.kr. hærri en áætlun, nettó. Einnig liggur fyrir að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna liða 02180-0170 og 04240-0190 eða alls tekjur að upphæð kr. 3.720.000 sem falla ekki til.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 25 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017 samkvæmt ofangreindu, til hækkunar á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 25/2017 við fjárhagsáætlun 2017 þannig að áætluð framlög Jöfnunarsjóðs í deild 00100 verði um 26,3 m.kr. hærri en áætlun og að gerðar verði breytingar á liðum 02180-0170 og 04240-0190 eða alls tekjur að upphæð kr. 3.720.000 sem falla ekki til, sbr. ofangreindar forsendur sem fylgja fundarboði. Tekjuaukinn kemur til hækkunar á handbæru fé.