Tillaga að álagningu útsvars 2018

Málsnúmer 201711044

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu útsvars fyrir árið 2018 en lagt er til að álagningarprósentan verði óbreytt frá árinu 2017 eða 14,52%, sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta vegna útsvars fyrir árið 2018 verði 14,52%.

Sveitarstjórn - 297. fundur - 21.11.2017

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu útsvars fyrir árið 2018 en lagt er til að álagningarprósentan verði óbreytt frá árinu 2017 eða 14,52%, sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta vegna útsvars fyrir árið 2018 verði 14,52%."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagningarprósenta útsvars vegna ársins 2018 verði óbreytt frá árinu 2017, hámarksútsvar, eða 14,52%.