Frá Umhverfisstofnun; Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201711039

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Tekið fyrir bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 9. nóvember 2017, þar sem vakin er athygli á breytingu sem gerð var á 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs; "Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því form sem stofnunin leggur til." Megintilgangur lagabreytingarinnar er að tryggja að Ísland uppfylli skyldur sínar gagnvart EES- samningnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.