Gjaldskrá íþrótta- og æskulýðsmál 2018

Málsnúmer 201711011

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 95. fundur - 07.11.2017

Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar. Gjaldskráin tekur breytingum miðað við neysluverðsvísitölu. Gerðar voru smávægilegar breytingar til að rúna af vísitöluhækkun.

Sveitarstjórn - 297. fundur - 21.11.2017

Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað:

"Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar. Gjaldskráin tekur breytingum miðað við neysluverðsvísitölu. Gerðar voru smávægilegar breytingar til að rúna af vísitöluhækkun."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind tillaga að gjaldskrá.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2018 og Félagsmiðstöðvar 2018.