Frá íbúum á Árskógsströnd ; Athugasemd vegna leyfis hesthúsbyggingar við Árskóg - undirskriftarlisti frá íbúum Hauganess

Málsnúmer 201710049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 841. fundur - 19.10.2017

Tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum á Árskógsströnd, dagsettur þann 18. september 2017 þar sem segir:

"Erindi til sveitarstjórnar; Við undirritaðir íbúar á Árskógsströnd viljum að fyrirhugað leyfi á hesthúsabyggingu og landleigu á móunum við Árskóg verði tafarlaust stöðvuð. Við áteljum þau vinnubrögð sem sveitarstjórn hefur viðhaft í þessu máli."

Undirskriftir eru alls 99, gildar undirskriftir eru 95. Um er að ræða um 7,1% kosningabærra manna í Dalvíkurbyggð.

Í gildandi Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar segir í b) lið, 2 m.gr.: "10% af þeim sem kosningarétt hafa í Dalvíkurbyggð geta kallað eftir íbúafundi og skal hann þá haldinn svo fljótt sem unnt er. Ef minnst 25% af þeim sem kosningarétt eiga í Dalvíkurbyggð óska almennrar atkvæðagreiðslu er farið með slíka ósk skv. 107. og 108. gr. laga nr. 138/2011."

Til umræðu ofangreint.
Málið er enn í ferli og því ekki tímabært að taka ákvörðun um íbúafund.

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Á 841. fundi byggðaráðs þann 19. október 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum á Árskógsströnd, dagsettur þann 18. september 2017 þar sem segir: "Erindi til sveitarstjórnar; Við undirritaðir íbúar á Árskógsströnd viljum að fyrirhugað leyfi á hesthúsabyggingu og landleigu á móunum við Árskóg verði tafarlaust stöðvuð. Við áteljum þau vinnubrögð sem sveitarstjórn hefur viðhaft í þessu máli." Undirskriftir eru alls 99, gildar undirskriftir eru 95. Um er að ræða um 7,1% kosningabærra manna í Dalvíkurbyggð. Í gildandi Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar segir í b) lið, 2 m.gr.: "10% af þeim sem kosningarétt hafa í Dalvíkurbyggð geta kallað eftir íbúafundi og skal hann þá haldinn svo fljótt sem unnt er. Ef minnst 25% af þeim sem kosningarétt eiga í Dalvíkurbyggð óska almennrar atkvæðagreiðslu er farið með slíka ósk skv. 107. og 108. gr. laga nr. 138/2011." Til umræðu ofangreint.
Málið er enn í ferli og því ekki tímabært að taka ákvörðun um íbúafund."

Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Árskógi miðvikudaginn 8. nóvember s.l. vegna óska íbúa á Árskógsströnd sem hafa efasemdir um áform eigenda í Árskógi um byggingu hesthúss.

https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/ibuafundur-i-arskogi

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að búið sé því að verða við ósk íbúa um íbúafund og erindinu því svarað.

Sveitarstjórn - 297. fundur - 21.11.2017

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Árskógi miðvikudaginn 8. nóvember s.l. vegna óska íbúa á Árskógsströnd sem hafa efasemdir um áform eigenda í Árskógi um byggingu hesthúss. https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/ibuafundur-i-arskogi Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að búið sé því að verða við ósk íbúa um íbúafund og erindinu því svarað."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að búið sé að verða við ósk íbúa á Árskógsströnd um íbúafund og erindið sé því afgreitt.