Frá skólastjóra Árskógarskóla; Beiðni um viðauka 2017 vegna skólaaksturs og skólamáltíða

Málsnúmer 201710012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Undir þessum lið vék Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson af fundi kl. 12:16 vegna vanhæfis og Heiða Hilmarsdóttir tók við fundarstjórn eftir kosningu þar um þar sem varaformaður er fjarverandi.

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 27. september 2017, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 845.000 við fjárhagsáætlun 2017, deild 04240, vegna útboða og nýrra samninga vegna skólaaksturs , kr. 571.000, og skólamáltíða, kr. 274.000.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2017, viðauki nr. 18/2017 við deild 04240 og mætt með lækkun á eigið fé. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.