Rannsóknarnefnd samgönguslysa - hafnarkantar

Málsnúmer 201710001

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 67. fundur - 11.10.2017

Í bréfi frá Vegagerð ríkisins, dags. 19. júní 2017, er fjallað um rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysi sem varð í byrjun árs 2016 í Ólafsvíkurhöfn.
Nefndin og Vegagerðin hafa óskað eftir því að Hafnasamband Íslands upplýsi aðildarhafnir um tillögur rannsóknarnefndarinnar til meira öryggis fyrir vegfarendur sem eiga leið um hafnarsvæði.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra og yfirhafnaverði að kynna málið fyrir hafnastarfsmönnum. Veitu- og hafnarráð mælist einnig til þess að hugað verði að öryggismálum við rampa að ferju við Dalvíkurhöfn.