Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um framlengingu á ráðningu aðastoðarmanns umhverfisstjóra 2017

Málsnúmer 201709201

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 12:19.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 29. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild byggðaráðs að laun aðstoðarmanns umhverfisstjóra verði greidd af málaflokki 06, en þar er afgangur af launalið eftir sumarið þar sem færri starfsmenn fengust til vinnuskóla en gert var ráð fyrir. Um er að ræða vinnu 1/2 daginn og gert ráð fyrir því fram að áramótum. Þessi ósk er sett fram í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi.