Fjárhagsáætlun 2018; Frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur; umhverfismál

Málsnúmer 201709003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimardóttur, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem bent er á og minnt á nokkur umhverfismál; svæðið við enda Grundargötu, umhirða meðfram gangstígum sem liggja frá Böggvisbraut að Íþróttamiðstöð, erindi frá íbúum Túnahverfis haustið 2015.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimardóttur, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem bent er á og minnt á nokkur umhverfismál; svæðið við enda Grundargötu, umhirða meðfram gangstígum sem liggja frá Böggvisbraut að Íþróttamiðstöð, erindi frá íbúum Túnahverfis haustið 2015.
Umhverfisráð leggur til að gerð verði íbúakönnun um hvernig útlit /nýting Baldurshagareits á að vera og í framhaldinu verði þær tillögur útfærðar á árinu 2018. Hvað varðar umhverfi Hringtúns þá er deiliskipulag í vinnslu á því svæði ásamt göngustígum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.