Fjárhagsáætlun 2018; Frá Stefáni Friðgeirssyni og fleirum; Varðar bundið slitlag á heimreið að Melum og að Dalbæ.

Málsnúmer 201708092

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá húseigendum að Melum og Karlsrauðatorgi 21, dagsett þann 3. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lagt verði bundið slitlag á heimæð að Melum og Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá húseigendum að Melum og Karlsrauðatorgi 21, dagsett þann 3. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lagt verði bundið slitlag á heimreið að Melum og Dalbæ.
Umhverfiráð leggur til að farið verði í umbeðna framkvæmd eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.