Fjárhagsáætlun 2018; Frá Birni Daníelssyni og fleirum; Varðar vegi í Laugahlíðarhverfi í Svarfaðardal.

Málsnúmer 201708091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá íbúum í Laugarhlíðarhverfi í Svarfaðardal, dagsett þann 27. ágúst 2017, þar sem þess er óskað að vegir upp í hverfið verði lagfærðir, sett verði bundið slitlag ásamt lýsingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
Byggðaráð óskar jafnframt eftir heildstæðri áætlun hvað varðar nýframkvæmdir og viðhald gatna, tímasett áætlun ásamt kostnaðaráætlun þar sem framkvæmdum er forgangsraðað.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá íbúum í Laugarhlíðarhverfi í Svarfaðardal, dagsett þann 27. ágúst 2017, þar sem þess er óskað að vegir upp í hverfið verði lagfærðir, sett verði bundið slitlag ásamt lýsingu.
Umhverfiráð leggur til að farið verði í umbeðna vegaframkvædt eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins, en leggur til að götulýsing verði sett á áætlun 2019-2021.
Samþykkt með fimm atkvæðum.